Laugar spa og bryllup

Ó mæ ó mæ. Var að koma úr dekri á Laugum spa og þvílíkur unaður! Fékk í útskriftargjöf frá Göggu, Billu, Óla og fjölskyldum dekurpakka fyrir hendur og fætur, 140 mínútur. Við Gagga frænka skelltum okkur svo saman í dag og erum hreinlega í sælunni. Vorum saman í herbergi, sem var bara snilld og þvílíkt dúllað við mann. Kertaljós, vatn, heitt te og róleg tónlist. Tveir dásamlegir snyrtifræðingar, Lukka og Galina sem sáu um okkur. Fórum inn klukkan hálf fimm og út að verða hálf átta! Mæli eindregið með þessu. Er svona líka fín núna með brúðarlakkið á fingrum og "french" á táslunum! Þetta var alveg dásemd.
Annars er nóg að gera. Byrjuð að vinna og ýmslegt sem þarf að græja og gera svona síðustu dagana fyrir brúðkaup. Er að reyna að vera með 8 hendur þessa dagana svo ég nái að gera allt sem gera þarf. Hef þetta þess vegna ekki lengra í bili, best að koma sér að verki.
Hendi einhverju hérna inn þegar ég verð orðin frú ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar bara vel - ummmmmmm. Hlakka til að lesa frúarblogg eftir helgina, kannski með myndum???
Allavega, eigið góðan dag á laugardaginn :)

Marta (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:35

2 identicon

jjjjiiiiii bara allt að koma..... maður verður alveg spenntur að fylgjast með. Gangi ykkur rosalega vel á Sunnudaginn og ekki setja hringinn á vitlausan fingur (ein sem talar að reynslu)

Hlakka til að heyra í þér þegar þú ert orðin virðuleg frú híhíhíh

Halldóra (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Æi takk stelpur :) Ég reyni að setja inn myndir eftir helgina.

Hulda Signý Gylfadóttir, 22.8.2008 kl. 20:28

4 identicon

Elsku Hjón til lukku með daginn ykkar hlakka til að sjá myndir frá ykkur kveðja frá okkur í Brautarholti

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:46

5 identicon

Elsku hjón,innilega til hamingju. Þið hafið vonandi átt yndislegan dag.Gangi ykkur allt í haginn elskurnar. Kærar kveðjur frá okkur hér í Aarhus. Heyrumst :)

Ella Rósa og drengene (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband