SUMARFRÍ!!!

Já, svei mér þá! Prófið ógurlega síðasta mánudag (bíð enn eftir að fá út úr því) og svo var síðasta verkefni mínu í Kennaraháskóla Íslands skilað kl. rúmlega 23 í kvöld :)
Jey, ég gæti ekki verið glaðari.
Verkefnið sem Eggert var að fljúga rann út um mánaðarmótinn svo hann er kominn heim :) Tóm gleði á bænum.
Flutningar með tendgamömmu á morgun og svo útskriftin hans Dags míns Óskarssonar verðandi föður milli 17 og 19 á morgun. Talaði við hann áðan og þá stóð minn í pönnukökubakstri og mamma hans úti í húsbíl að setja á perutertu ;)
Jæja, ég nenni ekki að skrifa meir, var að skila 18 blaðsíðna rannsóknarritgerð og komin með ullu á lyklaborðinu, fyrir utan að toppstykkið er alveg að brenna yfir.
Over and out,
Huldan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

O Hulda mín.. reyndu að slappa af og "njóta" spennufallsins. Og til hamingju með lok tarnarinnar! Það er ótrúlegt hvað maður getur verið búin á því eftir langa törn... ég held að ég sé rétt að jafna mig fyrst núna á fluginu!  Það var yndislegt að geta byrjað Íslandsdvölina hjá ykkur Eggerti og við erum farin að hlakka til næstu heimsóknar, hvort sem það verður fyrir norðan eða sunnan. Jakob sendir Huldu sinni ástarkveðjur  Já og smelltu einum á Dag

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 31.5.2008 kl. 12:39

2 identicon

Tjaaaa vinkona...þú hefðir nú ekki átt að ropa þér upp úr því í vinnunni um daginn að þú værir bloggari....ég gúgglaði þér bara og viti menn......FUNDIN!!! Þú virðist vera duglegri en ég að blogga þannig að nú verður þú sett í rúntinn sem ma´r fer alltaf!

Til hamingju með prófið þitt krúsla.....vissi alltaf að þú myndir rúlla þessu upp!

 Knús og kossar

Björkin (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Hrafnhildur mín ég er búin að njóta spennufallsins :) og takk fyrir það snúlla mín. Það var svoo gaman að sjá ykkur. Bið að heilsa strákunum þínum öllum, sendi stóóran knús á Jakob :)

Björkin mín.......dugleg :) Takk fyrir það, gott að einhverjir höfðu trú á mér, ekki hafði ég hana :)

Hulda Signý Gylfadóttir, 8.6.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband