Læri, læri, tækifæri

Maður á víst að vera að læra svo það er upplagt að henda nokkrum orðum hérna inn!
Ég keyrði Eggert í pick up áðan. Hann kemur ekki heim fyrr en 4. júní. Verður að fljúga milli London og Ghana þangað til. Mér finnst hundleiðinlegt að vera ein heima.....en þetta er víst upplagt tækifæri til að einhenda sér yfir skruddurnar og gera lokatilraun til að troða einhverju inn í hausinn á mér!
Á laugardagsmorguninn rúntaði ég upp á Keflavíkurflugvöll að sækja Hrafnhildi, Gumma og Jakob Mána sem voru að koma til landsins. Ekki amalegar móttökurnar sem ég fékk frá Jakobi snúlla þegar hann hentist í fangið á mér og gaf mér risaknús :) Bara sætur. Svo þegar við vorum komin heim og allir sofnaðir nema við tvö settist ég hjá honum í sófann að horfa á teiknimynd. Heyrist þá ekki í litla snúðinum "Þú veist ekki hvað ég elska þig mikið". Er hægt að bræða mann meira???
Jæja, ég ætla að byrja að berja einhverju inn í heilabúið á mér, ekki veitir af.
´Til next time

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi Hulda mín nei það er ekki hægt að bræða mann meira en hann sætur þessi drengur

sendi á þig strauma vina mín kveðja sigga

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband