Sól, sól skín á mig

Já, búið að vera sumar hér í nokkrar vikur, en eitthvað breyttist það seinnipartinn í gær þegar byrjaði að hvessa og rigna. Kannski bara gott þar sem ég á enn eftir eitt 25% verkefni, eitt 30%, eitt 35% og eitt próf. Ágætt þá að vera bara inni í rigningu og roki ekki satt?
Sumarbústaðarferðin var alveg frábær. Ég kom reyndar með alla Viking Lite bjórana mína heim aftur hehe. Ég var svo hrikalega kvefuð og hálf slöpp að mig langaði eiginlega ekki í vín. Svo voru stelpurnar þrjár allar ódrykkjuhæfar! Jórunn og Harpa óléttar og Beta með Iðunni á brjósti. Svo strákarnir fengu alveg að sjá um þá hliðina.
Annars var rosalega skemmtilegur lokaverkefnis hittingur hjá henni Ólöfu snillingi á miðvikudagskvöldið. Hún bauð í sjávaréttarsúpu og hvítvín. Dásamleg súpa og dásamlegt vínið....og bjórinn....og kaffið með Baileys.....alveg þangað til klukkan hálf fjögur um nóttina þegar allt vildi út um munninn aftur. Á á á og ekki var fimmtudagurinn mér góður. Miðvikudagskvöldið var hins vegar bráðskemmtilegt alveg þarna til hálf fjögur ;) Stelpurnar bara snillingar og við skemmtum okkur vægast sagt konunglega.
Jæja, spurning um að snúa sér aftur að verkefninu. Búin að baka, skúra, þvo þvott og ýmislegt fleira í dag sem ég ætti ekki að vera að gera.
Hilsen,
Huldan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hahahaha, verst að þetta skildi þó allt skila sér aftur.. og ekki saknar maður "dagsins eftir" Úff, ég er að verða gömul.... ég man ekki einu sinni lengur hvenær ég upplifði slíkan dag.....

En hvernig er það eiginlega..... á að sækja mann á flugvöllinn?

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband