Í fréttum er þetta helst.......

Iss, Björk vinkona búin að blogga tvisvar sinnum um helgina svo mér er víst óhætt að skrifa eitthvað hér inn....
Huldan mín Hrönn er á suðurlandinu um helgina og skruppum við því í gær í "góða" (óheyrilega mikla vatnsveðrinu) að skoða nýja bústaðinn þeirra Elínar og Kidda sem er rétt við Geysi. Ferðin var í alla staði bráðskemmtileg, frábært að hitta Elínu, Kidda og sætustu krílin þeirra, bústaðurinn alveg rosalega fallegur og skemmtilegur og svo skemmtum við nöfnur okkur óheyrilega vel á leiðinni. Kolla frænka nöfnu minnar kom með okkur og átti hún nokkur golden moments, er ekki frá því hún sé skyld mömmu, Stellu og Helgu Fríði sem eru líka einstaklega orðheppnar... ;) Verð að nefna dæmi (feel free to kill me Lilla mín) þegar hún Helga Fríður mín bað mig um að lesa yfir ræðu sem hún hafði skrifað á "hundahlaupum"..... Áttum við nöfnur okkar moments líka, en hún Hulda mín var sannfærð um það þegar við vorum hjá Þingvallavatni að við ættum að beygja til vinstri hjá skiltinu sem sagði "Uxahryggur" til að komast á Laugarvatn. Eitthvað efaðist mín þar sem á skiltinu fyrir neðan (sem vísaði í sömu átt) mátti lesa "Húsafell". Þykist ég ágætlega að mér í íslenskri landafræði og nokkuð föst á því að Laugarvatn er ekki í Borgarfirði, en það er Húsafell hins vegar. Nafna mín var hins vegar alveg viss og tjáði mér að hún hefði meira að segja komið þessa sömu leið eitt sinn eigi fyrir löngu þegar hún var að koma frá Laugarvatni....hmmm. Full grunsemda sagðist ég treysta henni fullkomlega, en spurði hana engu að síður hvort ég mætti nú ekki samt hringja í Elínu og Kidda. Kiddi svaraði símanum og treystir nafna mín honum klárlega betur en mér þar sem hún tók orð hans undir eins trúanleg og sneri við á punktinum. Komumst við svo um síðir á leiðarenda.
Afi & amma í Garði og pabbi & mamma á leiðinni suður í vikunni. Ætla víst ekki að missa af því að stelpudruslan útskrifist loks úr háskólanámi á fertugsaldri....held þau trúi þessu ekki nema sjá þetta með eigin augum! Útskriftarkjóllinn fundinn og á að fara í skóleiðangur á morgun. Stefnan líka að finna einhvern vafning undir kjólinn sem lætur mig líta út fyrir að vera gasalega slank og pen.....eða svona allt að því....verð fyrir vikið að æfa mig í að halda niðri í mér andanum tímunum saman fram að útskrift....
Svo er það bryllup hjá Keflavíkur Erlunni og Jóhanni. Get ekk beðið...finnst brúðkaup svooo skemmtileg...samt erum við Eggert minn að hugsa um að gifta okkur kannski bara hjá sýslumanni...
Sumarið komið og við bæði í fríi....jey, bara dásemd. Bíð bara eftir sólinni. Ætlum að stunda golfið grimmt í sumar. Erum að leita að kennara til að frúin geti æft blessaða sveifluna sína, ég á víst ekki að líta út fyrir að vera að dansa polka þegar ég er að slá upphafshöggin.....hmmm.
Well, that´s it for now,
Huldan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Noh! Nóg að gera og greinilega fjör á bæ... já og fullt framundan líka hjá þér!  Ég vildi að ég væri eins dugleg að blogga þessa dagana... kem mér hreinlega ekki inn á eigin síðu...

E.S. Mér finnst polka flottur dans

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.6.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Hahaha, já, kannski ég ætti bara að halda mig við polkann Hrafnhildur :)

Hulda Signý Gylfadóttir, 9.6.2008 kl. 12:55

3 identicon

Hæ sæta!
Rambaði inn á síðuna þín og langar að óska þér til hamingju með væntanlega útskrift - sá þig reyndar líka í blaðinu um daginn með lokaverkefnið þitt, svo þú ætlar greinilega ekki að láta mig í friði. Ein önn eftir hjá mér og svo lokaverkefni á vorönn. Gangi þér vel að finna skó og vafning

Marta Kórstelpa (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Hæ sæta, mikið er gaman að heyra frá þér :) Takk, takk, þetta hafðist að lokum :) Skórnir og vafningar komnir í hús svo útlit er fyrir að kellan geti klætt sig upp á laugardag....

Gangi þér rosa vel í skólanum, lokaverkefnið er bara gaman þegar maður er kominn af stað :)

Knús og kram skvís...

Hulda Signý Gylfadóttir, 13.6.2008 kl. 00:06

5 identicon

Hæ Krúsla.

Nú er ég búin að setja þig í favorites bæði í vinnunni og heima....hlakka til að lesa ALLAR færslurnar í sumar....um polkadans og livet:) Ég er svo stolt af þér að vera að klára skólann og hlakka geeeeeeeeeeeegggjað til að vinna með skvísunni næsta vetur.....já...ég er hætt við að lesa atvinnuauglýsingarnar í bili...þetta kemur í bylgjum! Við tökum þetta bara á gleðinni í vetur:)

kissssssesss

Björkin

Björk (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:35

6 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Hæ Björkin mín :) Tökum þetta á gleðinni, engin spurning. Hlakka svoo til :)

Sé þig á morgun skvís :)

Knús,

Huldan

Hulda Signý Gylfadóttir, 13.6.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Til hamingju með daginn esskan mín!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:18

8 identicon

Handahlaupum, hundavaði eða hundahlaupum.... tjahhhh gildir einu...annars virðist ég vera einstaklega orðheppin alltaf í kringum þig krúslan mín:)

En elsku Hulda mín innilega, innilega, innilega til hamingju með daginn :) Frábær árangur hjá þér stelpa og ég hlakka til að knúsa þig á eftir :D

túrílú

Helgan Fríðurin

Helga Fríður (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:15

9 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Hrafnhildur og Helga: Takk snúllurnar mínar, þið eruð æði :)

Hulda Signý Gylfadóttir, 15.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband