Skrítnir dagar

Undanfarnir dagar hafa verið voðalega skrítnir. Hann Gunni granni minn úr Grímsey lést þann 7.apríl, langt um aldur fram. Við fórum norður á miðvikudag og fórum á kistulagninguna á fimmtudagsmorgun. Jarðaförin verður heima í eyju í fyrramálið, en þá verður Eggert á leið til NY og ég á kafi í lokaverkefnisvinnu. Svo við tókum flugið aftur suður eftir hádegi í gær.
Annars dvel ég í lesherbergi 2 í bókasafni KHÍ ásamt henni Birnu minni flestar stundir dagsins. Það kemur sér vel að vera með frábæran vinnufélaga þegar mikið er í húfi og hún er bara frábær. Nú erum við á lokasprettinum og ætlum að reyna að klára sem mest af fræðilegu greinargerðinni á morgun. Fórum í prentsmiðju í dag og bókin fer vonandi í prentun strax á mánudag. Líklegast á eftir að fara góður tími í "snatt" þegar búið verður að skrifa allt.
Allavega sjáum við orðið fyrir endann á þessu. Ferlega skrítið að hugsa til þess að yfirgefa Kennó eftir rúman mánuð, þessum kafla í lífi manns lokið.
Svona í lokin, eru ekki örugglega allir búnir að sjá Eurovision myndbandið? Mér finnst það svooo fyndið. Hann Draupnir er náttúrlega bara yndislegur drengur í alla staði og frekar fyndið að sjá hann í þessu hlutverki.
Knús á línuna,
Huldan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður hugsar svo sannarlega heim á þessum tímum og ég tala nú ekki um í dag, allt frekar skrítið.

En gott að heyra að það gengur svona flott með verkefnið ykkar, verður frábært þegar allt er búið og við getum öll farið út að leika okkur í sólinni :D

Jæja ég er farin að drattast niðrá hlöðuna mina...´

Sjáumst yfir moppunum á morgun :D

Helga Fríður (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:01

2 identicon

Ég verð nú að segja að þó að ég sé BARA frábær þá ert þú Hulda mín miklu meira en það! Þú ert náttúrulega algjör snillingur. Ekki nóg með að þú sért yfirnáttúrulega klár þá ertu líka ferlega fyndin og guðdómlega falleg!

Hlakka til að eyða næstu dögum með þér í lesherbergi 2

Birna fráBæ® (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Tek undir með Birnu

Annars er það já, alveg ótrúlega einkennileg tilfinning þegar maður sér fyrir endann á stóru verkefni. Þú munt örugglega ekki hafa hugmynd um hvað þú átt af þér að gera næstu daga á eftir... En þetta er frábært afrek og mundu eftir því að klappa þér duglega á bakið!

En hver er Draupnir?

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:16

4 identicon

Hrafnhildur og Birna: Takk :) Þið eruð æðislegar :)

Helga Fríður: Já,skrítinn dagur, en granni fékk fallega útför í dag.

Hrafnhildur: HVER ER DRAUPNIR?? Ja, stelpa, kíktu inn á Nova.is og skoðaðu myndbandið með Eurovision laginu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum :)

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Ég er búin að sjá það Hulda!! En HVER er Draupnir? Á ég að þekkja hann? Eða eiga bara allir að þekkja Draupnir? Er hann kannski frændi minn?

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:06

6 identicon

Nei, hann er með mér í Kennó, útskrifast með mér í júní og er að fljúga með Eggert, er semsagt bæði kennaranemi og flugliði. En hann er ekki frændi okkar :( Hann er besti vinur Ármanns hans Friðriks Ómars

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Oh, mér fannst hann svo líklegur til að vera frændi minn. Kannski er hann samt alveg til í það?

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband