Tímaeyðsla

Merkilegt hvað maður getur fundið sér til að gera þegar maður á að vera að vinna í lokaverkefni!
Rétt í þessu tók ég persónuleikapróf...........til að komast að því hvaða strumpur ég er!!!
Já, það er ekki öll vitleysan eins. Niðurstöðurnar voru allavega þessar:
What Smurf am I? You are Handy Smurf. You are a creative, inventive, and self-sufficient individual. You show imagination in the things you do and like to explore new ideas. Some may think you become too involved in your work, but you simply want to make the world a better place and time is of the essence. Your dedication and hard work is its own reward for you - although others benefit too. People like you change the world!

og þar sem ég virðist vera margslunginn persónuleiki kom þessi líka upp!:
What Smurf am I? You are Papa Smurf. You are a natural born leader. You are wise for your years and enjoy the simple things in life. You are happiest when those around you are happy and when life is harmonious. Sometimes you bear the weight of the world on your shoulders, but you genuinely want what is best for others and will make the sacrifices to achieve it. The world is a better place with you in it!

og hér er linkurinn ef þið hafði ekkert að gera :)
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hm... mér sýnist þetta nú vera ansi góð og ítarleg lýsing á vinkonunni... kannski að Smurf Personality Test hafi verið lokaverkefni hjá sálfræðinema? Ég ætla að reyna að standast freistinguna og reyna að koma mér eitthvað áfram í þýðingunni.... hægara sagt en gert... það þarf að vísu að ryksuga.... og ég hef lengi ætlað að þrífa gluggana.... svo er svo assgoti langt síðan ég heyrði í þér... kannski að ég þurfi bara að hringja...

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:09

2 identicon

Æi takk snúllan mín :)

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:48

3 identicon

Hahahah þarna veit ég hvaðan ég hef alla mína vitleysu þegar ég á að vera að læra... jú frá Huldu "stóru" frænku :D

En alla vega þá finnst mér nú pínu krúttlegt að þú sitjir heima og takir strumpa test þar sem þinn heitt elskaði unnusti á það gjarnan til að kalla þig strump... og allskonar strump meira að segja.. fer eftir aðstæðum :D

En mikið er ég glöð að þú sért farin að blogga stelpa, farðu nú að láta að þér kveða hér í heim nörda :)

Knús og kossar  :*

Helgan Fríðurin

Helga Fríður (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Þetta er bæði gömul saga og ný, að finna sér eitthvað allt annað til, þegar maður á að vera að lesa fræðin. En það er nú ansi góð tilhugsun að vera ein af þeim sem breyta heiminum, en getur líka verið erfitt að hafa heiminn á herðum sér. Vertu dugleg stelpa.

Svanhildur Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Helga: Jú, jú, góðir siðir frá stóru frænku, ekki spurning :) Já, ég hef ekki sýnt Eggert mínum strumpaprófið ennþá hehe

Svansa: Já, er þetta ekki barasta gegnumgangandi þegar maður á að vera að læra? Takk fyrir kveðjuna :)

Hulda Signý Gylfadóttir, 19.4.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband