Lokaspretturinn

Já, lokapretturinn hérna. Fengum verkefnið okkar til baka í gær frá leiðsögukennaranum. Smávegis sem þarf að laga, en það tekur ekki langan tíma. Fáum myndirnar í bókina í kvöld og þurfum þá að skanna þær inn og senda í prentunina. Svo verður þetta barasta búiðGrin JeyGrin

Sumarbústaður með matarklúbbunum um helgina, það verður ljúft. Ætla að vera með tærnar upp í loft og slaka vel á. Svo á Birnan mín afmæli á sunnudag og við kíkjum í kaffi til hennar þegar við komum heim. Hlakka mikið til helgarinnarWink

Jæja, nú er víst að spýta í lófana og klára það sem fyrir liggur.

Knús og kram

Huldan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Frábært! Og gott að gera eitthvað skemmtilegt í lokin. Verð bara að bjalla í þig í vikunni... þetta gengur náttúrulega ekki!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:21

2 identicon

Já vinkona, allt of langt síðan við höfum heyrst. Stefnum á Skype date á mánudag??

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:55

3 identicon

Sælar......og  bara til lukku með bloggið þitt það verður ljúft að gerta kikkað hingað til þín bestu kveðjur sigga

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:29

4 identicon

Hæ hæ og gaman að þú skulir vera komin með blogg.  Ég á eftir að kíkka á þig nokkuð reglulega held ég nú bara.  Gangi þér vel á lokasprettinum að klára lokaverkefnið

Eyrún (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:30

5 identicon

Sigga og Eyrún: Gaman að heyra frá ykkur og takk fyrir kveðjurnar :)

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Mánudag it is!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 25.4.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband