Kreppukryppa eða kryppukreppa??

Allir talandi um kreppuna þessa dagana, já eða kryppuna eins og Ólöf vinkona kallar þettaWink Þar sem ég hef enga stjórn á neinu sem er að gerast í samfélaginu nema því hvernig ég tek ástandinu hef ég ákveðið að halda áfram að brosa eins lengi og ég getSmile

En yfir í skemmtilegri hluti þá fór ég niður á Ingólfstorg í gær með snillingunum mínum þeim Ólöfu og Birnu. Þar slógum við í takt í klukkutíma, svooo gaman. Væri alveg til í að gera svona einu sinni í viku.

Í morgun fórum við Katan mín svo í vinnustofu í Gliti og við erum svona líka listrænar hahahaLoL Verða ekki amalegar jólagjafirnar frá okkur í ár!

Svo á að skella sér á djammið, já djammið! Ekki oft sem það gerist hjá gömlunni, en ég ætla að skella mér í afmæli til Höllu með Kolbrúnu í kvöld og aldrei að vita nema maður kíki í bæinnWink Næstu helgi er svo partý hjá Björkinni sætu og helgina eftir það Floridahittingur! Haha, nóg að gera í skemmtanalífinu! Ekkert að þvíTounge

Við Eggert minn ætlum svo kannski norður eða í bústað helgina eftir því þá er vetrarfrí og hann ekki að fljúga. Gerum allavega eitthvað kósý samanInLove

Jæja, sturta og shine næst á dagskrá Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís....

ég þarf að fara að kíkja aftur í heimsókn, er með nokkrar spurningar sem ég þarf að fá svör frá þér krúsan mín, alltaf með svörin á hreinu:) Langar nefnilega að skella mér í nám og þarf smá pepp og hver er betri í það en þú !!!!

 En endilega ef þú ferð í svona föndurdæmi aftur þá endilega bjallaðu í mig, ég er alltaf að föndra fyrir jólin en nenni ekki núna að gera ein og langar svo að prófa eitthvað nýtt....

Halldóra (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:43

2 identicon

Já snúlla, endilega bara að skella sér í kaffi. Ég er oftast heima á kvöldin.

Hlakka til að heyra í þér :)

Hulda Signý (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband