Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar :)
Búin í sturtu, búið að pakka niður í tösku og erum að leggja af stað í bústaðinn :)
Kláruðum að skila öllu rafrænt í dag; greinagerð, kennarahandbók og sögunni okkar, Himnesk flækja. Prentarinn prentar sem óður og ætlar að klára prentun í dag og setur svo allt heila klabbið saman á mánudagsmorgun. Ekki amalegt það :)
Nú er bara að drífa sig í bústaðinn, opna einn Viking Light og setja tásurnar upp í loft.
Já, það held ég :)
Knús á línuna,
Huldan

Lokaspretturinn

Já, lokapretturinn hérna. Fengum verkefnið okkar til baka í gær frá leiðsögukennaranum. Smávegis sem þarf að laga, en það tekur ekki langan tíma. Fáum myndirnar í bókina í kvöld og þurfum þá að skanna þær inn og senda í prentunina. Svo verður þetta barasta búiðGrin JeyGrin

Sumarbústaður með matarklúbbunum um helgina, það verður ljúft. Ætla að vera með tærnar upp í loft og slaka vel á. Svo á Birnan mín afmæli á sunnudag og við kíkjum í kaffi til hennar þegar við komum heim. Hlakka mikið til helgarinnarWink

Jæja, nú er víst að spýta í lófana og klára það sem fyrir liggur.

Knús og kram

Huldan 


Skrítnir dagar

Undanfarnir dagar hafa verið voðalega skrítnir. Hann Gunni granni minn úr Grímsey lést þann 7.apríl, langt um aldur fram. Við fórum norður á miðvikudag og fórum á kistulagninguna á fimmtudagsmorgun. Jarðaförin verður heima í eyju í fyrramálið, en þá verður Eggert á leið til NY og ég á kafi í lokaverkefnisvinnu. Svo við tókum flugið aftur suður eftir hádegi í gær.
Annars dvel ég í lesherbergi 2 í bókasafni KHÍ ásamt henni Birnu minni flestar stundir dagsins. Það kemur sér vel að vera með frábæran vinnufélaga þegar mikið er í húfi og hún er bara frábær. Nú erum við á lokasprettinum og ætlum að reyna að klára sem mest af fræðilegu greinargerðinni á morgun. Fórum í prentsmiðju í dag og bókin fer vonandi í prentun strax á mánudag. Líklegast á eftir að fara góður tími í "snatt" þegar búið verður að skrifa allt.
Allavega sjáum við orðið fyrir endann á þessu. Ferlega skrítið að hugsa til þess að yfirgefa Kennó eftir rúman mánuð, þessum kafla í lífi manns lokið.
Svona í lokin, eru ekki örugglega allir búnir að sjá Eurovision myndbandið? Mér finnst það svooo fyndið. Hann Draupnir er náttúrlega bara yndislegur drengur í alla staði og frekar fyndið að sjá hann í þessu hlutverki.
Knús á línuna,
Huldan

Tímaeyðsla

Merkilegt hvað maður getur fundið sér til að gera þegar maður á að vera að vinna í lokaverkefni!
Rétt í þessu tók ég persónuleikapróf...........til að komast að því hvaða strumpur ég er!!!
Já, það er ekki öll vitleysan eins. Niðurstöðurnar voru allavega þessar:
What Smurf am I? You are Handy Smurf. You are a creative, inventive, and self-sufficient individual. You show imagination in the things you do and like to explore new ideas. Some may think you become too involved in your work, but you simply want to make the world a better place and time is of the essence. Your dedication and hard work is its own reward for you - although others benefit too. People like you change the world!

og þar sem ég virðist vera margslunginn persónuleiki kom þessi líka upp!:
What Smurf am I? You are Papa Smurf. You are a natural born leader. You are wise for your years and enjoy the simple things in life. You are happiest when those around you are happy and when life is harmonious. Sometimes you bear the weight of the world on your shoulders, but you genuinely want what is best for others and will make the sacrifices to achieve it. The world is a better place with you in it!

og hér er linkurinn ef þið hafði ekkert að gera :)
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test


Já góðan daginn....

Haltu þér nú fast Hrafnhildur, ég ætla að byrja að blogga :)
Ég lofa engu, en allavega.......
Þetta átti nú allt að byrja á Ameríkuferðinni einu sönnu, en hún mun koma næst.
Þessa dagana er lokaverkefnið að taka yfir megnið af deginum, en að því loknu lofa ég öllu fögru :)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband