Jólin koma....

Undarlegt veður hérna. Það rigndi svoooo mikið í gær að hárið á mér leystist næstum upp á þeim fáu mínútum sem ég eyddi utandyra! Í dag snjóar og snjóar..........í kvöld á svo að rigna........í fyrradag snjóaði..........koma svo og ákveða sig! Á norðurlandinu undurfagra eru árstíðir sem fylgja sínu mynstri....allavega stundum...en auðvitað kemur fyrir þar að snjói á sumrin, en ég pirra mig ekki á svoleiðis smámunum!

Annars er ég að detta í jólagírinn, búin að baka og þrífa og ætla að skreyta í dag Smile Settum reyndar jólaseríuna á svölunum upp um daginn. Held við séum bæði á einhverfurófinu. Hentumst út með teygjur, seríu og tommustokk..........já TOMMUSTOKK! Svo, eins og á hverju ári, mældum við lengdina á handriðinu, deildum fjölda ljósa í sentimetra og svo var mælt! Jamms, mælt! 15,7 cm á milli ljósa. Ég mældi og rétti teygjur, Eggert festi.......allt eins og í fyrra og hittifyrra og.......en serían okkar er voða, voða fín Wink Ég er að hugsa um að vera rosalega villt og djörf í ár og setja upp seríu í stofugluggann sem verður bara svona hingað og þangað um gluggann....engar mælingar....úff maður, alveg crazy! Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara senda Jólaknús til ykkar

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:34

2 identicon

Usss það á bara að missa það þessi jólin :)

Frábært að láta reyna á mörkin hjá manni annað slagið :)

Annars bara halakka ég til að sjá þig í dag ef allt gengur upp :)

Knús, Helgan :*

Helga Fríður (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband