Það var einu sinni stelpa sem hét Adluh. Adluh var ósköp ljúf og góð (allavega stundum) og flestir voru ekki hræddir við hana. Svo einn daginn varð Adluh lasin. Hún ákvað að brölta í vinnuna lasin í nokkra daga og athuga hvort þetta yrði nú ekki fljótt að rjúka úr henni. Svo gafst hún upp á því og hékk heima hjá sér heila helgi og hélt hún yrði aldeilis spræk. Það endaði því með því að hún var líka heima hjá sér á mánudag og þriðjudag, en var enn ekki frísk. Þá missti Adluh litla vitið sem hún hafði. Nú er hún sjaldan ljúf og góð og flestir eru hræddir við hana. Það er bara einn hugrakkur prins sem þorir að tala við hana, hinn hávaxni Tregge, prinsinn úr 105 Reykjavík. Honum er nú haldið föngnum í húsi einu sem Adluh er talin dveljast í.......og sagan segir að Adluh versni (í geðinu) með hverjum deginum sem líður!
Hver mun bjarga Tregge? Verður Adluh aftur eins? Á Saga barnið með Magnúsi? Hélt Þorgeir framhjá Sigfríði með Aðalheiði hundatemjara???? Fylgist með í næstu viku.......
Flokkur: Bloggar | 28.10.2008 | 14:21 (breytt kl. 14:23) | Facebook
Athugasemdir
Ogosssh en spennó!! Vona nú að Adluh finni töfralyfið sem falið er undir steininum fagra í Rjúpnahæð en það mun bjarga bæði henni og Tregge frá því að þurfa að kúldrast ein og yfirgefin uppi í turninum háa þangað sem enginn kemst fljúgandi nema í ferkantaðri blikkdós.....
Annars gekk allt vel í skolen í dag....skilaboð frá funden....taka 5. des frá því þá munu stjórarnir bjóða í hinu árlegu jólastjóraóvissugleði....
Knúsen!
Björkin (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:30
ég er miklu meir enn spenntur, ég spái því að Adluh segi Tregge að lenda vélini... lendiði vélini, lendiði vélini og allt fer svo vel að lokum hheheh
Sverrir Þorleifsson, 30.10.2008 kl. 10:27
En hvað með Harald?!?! Á Andreas ekkert að hitta tvífarann sinn?! Það mun gera útaf við Marsel!!!
Múhahahaha
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:44
Hahaha, ég elska að þið séuð jafn rugluð og ég Lendiði vélinni kemur sterkt inn Sverrir, þú kannast við það Töfralyfið fann Adluh og er nú öll að koma til........ Haraldur svaf hjá Jónu án þess að vita að hún var dóttir gæludýrasalans í Hveragerði, hún gengur nú með tvíbura hans, Andreas hitti tvífarann sinn, en gerði sér ekki grein fyrir því heldur álítur sig nú geðklofa og Marsel...........eigum við eitthvað að ræða það!!!
Huldan sjálf (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.