Íslenska ullin

Mikið hrikalega er mér kalt! Allt á kafi í snjó og ég freðin inn að beini (og það er talsvert langt get ég sagt ykkur!!!) Wink Ég kom í vinnuna í gær í Grænlandsúlpunni minni og skellti mér bíræfin á útivakt í frímínútum...ekki séns að verða kalt í henni! Ég vatt mér að sjálfsögðu í hið fagra eiturgula vesti svo börnin sæu mig nú betur (Grænlandsúlpan er nefnilega hvít eins og snjórinn) og hélt út á mína vakt. Hentist svo inn með skaranum og grýtti úlpunni á herðatré. Þegar ég ætlaði heim í gær var svo engin snjóhvít Grænlandsúlpa í fatahenginu. Þar var hins vegar að finna skellótta hvíta og eiturgula úlpu sem minnti eilítið á mína. Jú, jú, fandens vestislufsan litaði Didrikson úlpukvekendið mitt!Devil Mér til mikils léttis dugðu tvær ferðir í þvottavélinni til að losna við litinn, en ég mun ekki bregða yfir mig hinu illa eiturgula efnavopnavesti aftur í bráð!

Þetta var stórskemmtileg saga af Huldu í gula vestinu. Sagan var í boði Hagkaupa....þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að verslaGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hahahahaha

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:10

2 identicon

Jaaaá....þetta skýrir þetta hvíta og gula sem ég sá úti á skólalóð á þriðjudaginn....áttaði mig bara ekki á hvað þetta var!!! En leitt með úlpuna...en gott hjá þvottavélinni:) Hlakka til að hitta þig annað kvöld....GAMEMASTER!!!

Knús..knús

Björkin (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:03

3 identicon

Hola los skvísós :)

Já, úlpuræfillinn verður ekki brúkaður í vinnunni í bráð get ég sagt ykkur!! ;)

Hún sjálf (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband