Mein Gott, barasta allt í snjó!!! Við Eggert fórum á Bubba tónleika í Kassagerðinni í gærkveldi og trúðum ekki okkar eigin augum þegar við komum út....allt komið á kaf!! Eins gott að skafan er bara geymd í skottinu Eggert fannst frekar fyndin tilhugsun að þremur tímum áður var hann á golfvellinum á fullu að spila í sól og kulda, en hvergi snjókorn.
Ég er loksins búin að fá myndir úr brúðkaupinu og setja hérna inn. Veit reyndar ekkert hvernig þetta snýr allt saman, var í því að snúa myndunum en þær duttu jafn harðan á hliðina! Fékk þessar hjá Konna bróður, en hann kom með okkur og Palla ljósmyndara í Grasagarðinn svo mér finnst þær voða fínar Brúðkaupsdagurinn var í alla staði frábær. Ég var náttúrulega búin að hlakka þvílíkt til, en grunaði samt ekki hvað þetta er óheyrilega skemmtilegt. Maður er sannarlega þakklátur fyrir allt dásamlega fólkið sem að manni stendur. Athöfnin var alveg frábær hjá sr. Erni Bárði, Steingrímur spilaði svooo vel og Gulli söng barasta betur en nokkur engill, ótrúleg röddin í drengnum Veislan var alger snilld, mikið hlegið og grátið Svo stungum við Eggert minn okkur á brúðarsvítuna á hótel Sögu....ekkert að því Hittum svo fólkið okkar aftur í hádeginu daginn eftir þegar við opnuðum gjafirnar.
Mín er náttúrulega farin að kenna. Ég og Katan mín erum með sinn hvorn fimmta bekkinn í Vatnsendaskóla og skemmtum okkur bara vel Bekkirnir okkar frábærir og snilld að vinna svona saman. Svo er Björkin mín náttúrulega deildarstjóri þarna og Ella Magga vinkona að kenna svo manni leiðist ekki.
Ma og pa eru hjá okkur á Sjávarútvegssýningunni og bara noddó að hafa settið hjá sér Svo eru Svafar og Unnur fyrir sunnan með yngstu snuddurnar og þær ætla að vera hjá frænku og frænda um helgina meðan mamman og pabbinn snúlla sér á hóteli. Hlakka svo til að snúlla með þær Gyðan mín var hjá okkur um síðustu helgi og mikið var notalegt að hafa hana. Við fluttum okkur líka í Háulindina um miðjan mánuðinn og pössuðum börn og buru meðan Rebekka sys var úti hjá Sigga. Þvílík dásemdarbörn þar á bæ
Annars gengur uppeldið á Litla Strumpi bara vel. Mér hálf hryllir við að halda á greyinu svo ég bætti henni það upp með því að kaupa handa henni tveggja hæða hús með leikröri Annars mata ég hana í gegnum rimlana og sinni ábyrgðarhlutverkinu rosa vel hahaha
Jæja, það munaði ekkert um það þegar kellan loks bloggaði.
Over and out,
Frú Hulda Signý
Flokkur: Bloggar | 3.10.2008 | 19:19 (breytt kl. 19:21) | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ og innilega til hamingju með tiltilinn frú Hulda Signý. Ég var bara að sjá það núna. Rosa flottur kjóllinn þinn og æðislegar myndir af ykkur. Ég búin að setja síðuna þína í favorites svo nú kíkka ég reglulega héðan í frá. Ekki ætla ég að missa af stórtíðindum aftur, sjá þá 2 mánuðum seinna.
kv. Eyrún
Eyrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:01
Nohhhh bara blogg!!!! Já, rúsína... brúðkaupið þitt var algjör draumur og frábært að sjá hvað þið eruð made for each other!!! Ég er nátttlega heppnasti deildarstjóri á landinu að fá þig og kötuna að vinna hjá okkur......þið eruð æði! Þú lætur mig svo vita þegar ÞÚ hefur tíma til að fara aftur í kósí dinner skvísa....ég er alltaf laus en það er annað með þig....þú ert svo vinsæl sæta.......
luv ya!
Björkin (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:52
Innilegar hamingjuóskir kæra frú. Fallegar myndir af ykkur hjónunum :)
Marta (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:22
Takk snúllur :)
Þetta var hreint ótrúlega yndislegur dagur.
Björkin mín ég er alltaf til :)
Hulda Signý (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:46
Jeminn einasti! Ég hélt að ég væri búin að kommenta um myndirnar!! Skyldi ekkert í því af hverju þú varst að benda mér á að þær væru komnar inn.. ég væri löngu búin að tjá mig.... "Brjóstamóðan" alveg að gera útaf við mig hérna... svo veistu líka að brjóstamjólkin lekur út í blóðið og gerir mann skrítinn.. já eða skrítnari en venjulega
En í stuttu máli: Hárið á þér var æði, förðunin glæsileg, kjólinn geggjaður... þú varst algjörlega stórglæsileg! Ég hefði örugglega grenjað við það eitt að sjá þig! (Spurðu bara Eyrúnu ) Ég var ekki lítið glöð við að sjá að Eggert svona hrikalega flottan... og með skeggið góða! "It´s a keeper" ;-)
Vonandi hittum við í mark með "ekki" brúðargjöfinni
Stórt knús frá mér og strákunum!
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 17.10.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.