Framlengdi tveggja daga stoppið mitt í Grímsey í 7 daga stopp Voða gott alltaf að vera hérna. Ætla nú samt að halda heim í Kópavoginn í kvöld og fara að undirbúa eitthvað og gera. Dreymdi í fyrrinótt að ég var komin í brúðarkjólinn þegar einhver kom hlaupandi til mín og spurði hvort ég vissi ekki að það væri hálftími í brúðkaup og ég ekki farin í sturtu eða búin að kaupa mér skó!! Kannski áminning um að drífa sig heim og kaupa skóna!
Eggert kom heim frá New York í morgun. Var úti í sólarhring og Bjarni bróðir fór með honum. Skilst þeim hafi lítið leiðst í ferðinni. Ég hef allavega heyrt óvananlega lítið í honum síðustu daga Þangað til reyndar í morgun að þeir voru komnir heim og Bjarni sofnaður, þá var hringt í mig haha
Svo er víst bara farið að styttast í vinnu! Ó mæ, mæting eftir ellefu daga. Ég er orðin letilífinu vön og líkar það vel Held kannski bara að ég reyni að ná mér í frama á sumarfrísbrautinni haha
Nei, nei, það verður ósköp gott að fara að vinna....(skrifa þetta bara til að líta betur út, meina þetta ekki!!!
)
Örfáir tímar eftir í eyjunni minni, best að eyða þeim ekki framan við tölvuna! ´Til later
Flokkur: Bloggar | 7.8.2008 | 12:29 (breytt kl. 12:31) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.