Komin til Kanada og er að fara að máta brúðarkjóla eftir 4 tíma Lentum hér um kvöldmat í gær og fórum út að borða þegar komið var miðnætti á Íslandi til að fagna fimm ára afmælinu okkar sem er einmitt í dag
Fórum á FRÁBÆRAN veitingastað hérna rétt hjá hótelinu, Biagio. Fengum ofboðslega góðan mat og frábæra þjónustu. Alveg dásamlegt kvöld
Flughetjan ég fer svo aftur í flugvél í kvöld til að fljúga heim..........aftur í 6 tíma í vél. Lentum í svona ALVÖRU ókyrrð í svona 5-6 mínútur á leiðinni út í gær, LANGMESTA ókyrrð sem ég hef upplifað og vá hvað ég var engin hetja Var alvarlega að hugsa um að hafa bara samband við Eimskip og koma heim með þeim
Gat nú samt huggað við mig það eftir á að áhöfnin var hin rólegasta og ekkert þeirra komið í björgunarvesti
Þau sögðu mér að svona mikil ókyrrð væri ekkert algeng, en teldist nú samt ekki til alvarlegra tíðinda
Jæja, best að fara að hafa sig af stað, ætlum að reyna að sjá aðeins af borginni í dag, það er pickup til að fara heim klukkan 7 í kvöld.
Innilega til hamingju með yndislega prinsinn ykkar hann Odd Atla Hrafnhildur og Gummi og innilega til hamingju með yndislegu prinsessuna ykkar Dagur og Bryndís
Flokkur: Bloggar | 22.7.2008 | 13:18 (breytt kl. 19:18) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.