Da! Ég hlýt að vera heimsins öflugasti bloggari hahaha....
Nóg annað að gera á sumrin en að dundast í tölvunni. Mamma og pabbi voru hjá okkur í eina og hálfa viku kringum útskriftina og það var náttúrulega frábært að hafa fólkið mitt hjá mér. Pabbi og Eggert hömuðust í golfi meðan við mamma sinntum búðum og heimsóknum ;)
Við hjónaleysurnar skelltum okkur svo í bústað í Brekkuskógi til tengdamömmu, Sigrúnar og Marcel. Fengum frábært veður og golfið var stundað grimmt (hjá Eggert og Marcel þ.e.a.s.). Ég fjárfesti í forláta veiðigræju, þ.e. golfkúluveiðara, sem kom sér afar vel í ferðinni. Golfvöllurinn við Geysi fyrirgefur lítið og áin hirðir margar kúlur ;) Þá kom sér vel að vera sjómannsdóttir með veiðarann á lofti hehe.....
Grímseyjarferð var svo farin í byrjun mánaðarins og 11 dögum eytt í eyjunni minni góðu í faðmi fjölskyldunnar. Enginn er golfvöllurinn við heimskautsbauginn svo Eggert varð bara að skella sér að skjóta með Konna bróður og honum leiddist það lítið!
Nú erum við komin suður og á leið til Toronto á mánudaginn. Þar verður stoppað í einn dag og verður kapphlaup að leita sér að brúðarkjól því parið ætlar víst að ganga í hjónaband þann 24. ágúst næstkomandi! Já, haldið ykkur fast!
Svo er nú það.....
Nóg annað að gera á sumrin en að dundast í tölvunni. Mamma og pabbi voru hjá okkur í eina og hálfa viku kringum útskriftina og það var náttúrulega frábært að hafa fólkið mitt hjá mér. Pabbi og Eggert hömuðust í golfi meðan við mamma sinntum búðum og heimsóknum ;)
Við hjónaleysurnar skelltum okkur svo í bústað í Brekkuskógi til tengdamömmu, Sigrúnar og Marcel. Fengum frábært veður og golfið var stundað grimmt (hjá Eggert og Marcel þ.e.a.s.). Ég fjárfesti í forláta veiðigræju, þ.e. golfkúluveiðara, sem kom sér afar vel í ferðinni. Golfvöllurinn við Geysi fyrirgefur lítið og áin hirðir margar kúlur ;) Þá kom sér vel að vera sjómannsdóttir með veiðarann á lofti hehe.....
Grímseyjarferð var svo farin í byrjun mánaðarins og 11 dögum eytt í eyjunni minni góðu í faðmi fjölskyldunnar. Enginn er golfvöllurinn við heimskautsbauginn svo Eggert varð bara að skella sér að skjóta með Konna bróður og honum leiddist það lítið!
Nú erum við komin suður og á leið til Toronto á mánudaginn. Þar verður stoppað í einn dag og verður kapphlaup að leita sér að brúðarkjól því parið ætlar víst að ganga í hjónaband þann 24. ágúst næstkomandi! Já, haldið ykkur fast!
Svo er nú það.....
Athugasemdir
Jæja skvísa.....loksins kom blogg....og þú veist að ég á það vel inni hjá þér að krefjast bloggs!!! En það er greinilega mikið að gera hjá minni.....golfveiðiferðir út um allt land og brúðarkjólaveiðiferðir til ´Trono....eins og innfæddir segja:) Til hamingju með þessa stóru ákvörðun....ég vissi að það væri von á henni en eins og ykkur er einum lagið þá fær maður aldrei að vita hvað er að ske fyrr en það bara gerist allt í einu
.......en það er bara ein af mörgum ástæðum þess hve frábær og yndisleg þið eruð! Ég hlakka mikið til að mæta í þetta Shrek brúðkaup....og bíð spennt eftir að sjá kjólinn!
Knús og kossar
Björkin
ps. Ég skal kenna fyrir þig 25. ágúst.....hafðu ekki áhyggjur af því;)
Björkin (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:32
Ó já Björkin mín hahaha
Ef einhver á inni að hjá mér að krefjast bloggs þá ert það þú 
Já, takk snúlla mín, er ekki málið að drífa bara í hlutunum þegar búið er að ákveða að framkvæma þá á annað borð
Hlakka til að fá þig í brúðkaupið, vona að ég finni kjól í dag...........
Knús og kram luv og takk fyrir að kenna fyrir mig
Hulda Signý Gylfadóttir, 22.7.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.