Je dúdda mía

Jú, jú svo er nú það
Ætla að henda hér inn nokkrum myndum sem hún Gunnhildur systir mín er búin að bíða eftir síðan á útskriftinni minni út KHÍ í júní í fyrra! Svona er framtakssemin ógurleg...svo ekki sé meira sagt!
Annars, til hamingju með daginn Gulla mín og co. Vildi svo sannarlega vera hjá ykkur, en svona er þetta víst...
Knúsíhús,
La Hulda Signý


Svei mér ef ekki....

Já, gott ef jólin eru ekki bara búin.....meira hvað kellan er dugleg að blogga.

Annars er farið að styttast verulega í næstu jól, strax kominn febrúar! Jólunum var annars eytt í faðmi fjölskyldunnar í Sólbrekkunni minni við heimskautsbauginn, ekkert að þvíSmile Vorum heima í viku og eyddum svo áramótunum hérna heima með tengdamömmu. Voða ljúft og gott allt samanJoyful

Síðan byrjaði ég aftur að vinna í gær....5. janúar...og svo verður sennilega kominn mars á morgun...skil ekkert í tímanum að líða svona hratt!

Gerti minn sperrti er orðinn námsmaður ógurlegur og stundar sagnfræðinám í HÍ af miklum móð! Skiptumst á að læra hjónakorninWoundering

Annars er veðrið búið að vera svoooo dásamlegt undanfarið að það er aldrei að vita nema ég setjist bara varanlega að hérna á SV horninu, svei mér þá! Norðlenskt vetrarveður undanfarnar vikur, frost og stilla-elska svoleiðis veðurLoL Fór einmitt í göngutúr með Birnunni minni í dag...reyndar 8 stiga frost, en við erum djö... kraftakerlingar, enda báðar utanbæjarlufsur!

Jæja, Millisystan og co. á leiði í graut í Sölunum...aftur að eldavélinni!


Jólin koma....

Undarlegt veður hérna. Það rigndi svoooo mikið í gær að hárið á mér leystist næstum upp á þeim fáu mínútum sem ég eyddi utandyra! Í dag snjóar og snjóar..........í kvöld á svo að rigna........í fyrradag snjóaði..........koma svo og ákveða sig! Á norðurlandinu undurfagra eru árstíðir sem fylgja sínu mynstri....allavega stundum...en auðvitað kemur fyrir þar að snjói á sumrin, en ég pirra mig ekki á svoleiðis smámunum!

Annars er ég að detta í jólagírinn, búin að baka og þrífa og ætla að skreyta í dag Smile Settum reyndar jólaseríuna á svölunum upp um daginn. Held við séum bæði á einhverfurófinu. Hentumst út með teygjur, seríu og tommustokk..........já TOMMUSTOKK! Svo, eins og á hverju ári, mældum við lengdina á handriðinu, deildum fjölda ljósa í sentimetra og svo var mælt! Jamms, mælt! 15,7 cm á milli ljósa. Ég mældi og rétti teygjur, Eggert festi.......allt eins og í fyrra og hittifyrra og.......en serían okkar er voða, voða fín Wink Ég er að hugsa um að vera rosalega villt og djörf í ár og setja upp seríu í stofugluggann sem verður bara svona hingað og þangað um gluggann....engar mælingar....úff maður, alveg crazy! Bandit


Árið að klárast

Já, svei mér þá ef árið er ekki barasta að verða búið! Svona gengur þetta víst, en ég er alltaf bara 18, verð reyndar 19 í desemberBlush

Búið að vera fullt að gera. Fórum í bústað með Ægi, Betu & Iðunni, Birnu, Brandi, Unni og Dísu um miðjan nóvember. Mjög svo kósý helgi og gaman að fara þetta.

Síðusta laugardag hélt Rannvegi mágkona upp á þrítugsafmælið sitt og rétt eftir miðnætti á laugardag (á sextugsafmæli pabba) giftu þau Bjarni sigInLove Þetta var ofsalega fallegt og flott og stóra sys náði að grenja slatta hahaWhistling Hendi fljótlega inn hérna myndum úr brúðkaupinu þeirra. Annars er ég andausari en allt og ætla nú bara að einbeita mér að því á fullu, nóg að gera þarWink


Bloggedíblogg

Dásamleg helgi að baki Smile

Eyddi lunganu af laugardeginum með Unnsu minni punnsu og Helgan okkar kom með okkur út að borða í hádeginu. Vorum í mat hjá Kolbrúnu og Einari á föstudag, Eyju og Hössa á laugardag og tengdó á sunnudagSmile Frábær helgi og svooo gott að eyða tíma með fólki sem manni þykir vænt um. 

Litli bróinn minn, verðandi tveggja barna faðirinn, varð 22 í gær. Til hamingju með það litli bró. Ég verð að fara að skella í þríbura til að hafa við systkinunum!

Best að snúa sér að því W00t


Einu sinni var.......

Það var einu sinni stelpa sem hét Adluh. Adluh var ósköp ljúf og góð InLove (allavega stundum) og flestir voru ekki hræddir við hana. Svo einn daginn varð Adluh lasinSick. Hún ákvað að brölta í vinnuna lasin í nokkra daga og athuga hvort þetta yrði nú ekki fljótt að rjúka úr henni. Svo gafst hún upp á því og hékk heima hjá sér heila helgi og hélt hún yrði aldeilis spræk. Það endaði því með því að hún var líka heima hjá sér á mánudag og þriðjudag, en var enn ekki frísk. Þá missti Adluh litla vitið sem hún hafðiShocking. Nú er hún sjaldan ljúf og góð og flestir eru hræddir við hanaCrying. Það er bara einn hugrakkur prins sem þorir að tala við hana, hinn hávaxni Tregge, prinsinn úr 105 ReykjavíkInLove. Honum er nú haldið föngnum í húsi einu sem Adluh er talin dveljast í.......og sagan segir að Adluh versni (í geðinu) með hverjum deginum sem líður!

Hver mun bjarga Tregge? Verður Adluh aftur eins? Á Saga barnið með Magnúsi? Hélt Þorgeir framhjá Sigfríði með Aðalheiði hundatemjara???? Fylgist með í næstu viku.......


Aldeilis ekki!

Get sagt ykkur það að ég tók fallegu hvítu úlpuna mína fram í gær og hún er enn gulröndótt!!!Devil Rendurnar höfðu bara orðið ljósari í þvottavélinni og mér fannst þær vera farnar! Arg, vill úlpuna mína aftur! Ekki að ég þurfi mikið á henni að halda núna þar sem við hjónakornin erum græn og guggin með myglusveppalúkk eftir 3 daga veikindi!

Ætla rétt að vona við verðum orðin hress að miðvikudag svo við komumst norður. Er að hugsa um að lítal hið íðilfagra norðurland augum í vetrarfríinuSmile Knúsa Nunna litla vel í leiðinniInLove

Jæja, best að einbeita sé að því að vera lasin, annars gæti ég gleymt því hahaGrin


Íslenska ullin

Mikið hrikalega er mér kalt! Allt á kafi í snjó og ég freðin inn að beini (og það er talsvert langt get ég sagt ykkur!!!) Wink Ég kom í vinnuna í gær í Grænlandsúlpunni minni og skellti mér bíræfin á útivakt í frímínútum...ekki séns að verða kalt í henni! Ég vatt mér að sjálfsögðu í hið fagra eiturgula vesti svo börnin sæu mig nú betur (Grænlandsúlpan er nefnilega hvít eins og snjórinn) og hélt út á mína vakt. Hentist svo inn með skaranum og grýtti úlpunni á herðatré. Þegar ég ætlaði heim í gær var svo engin snjóhvít Grænlandsúlpa í fatahenginu. Þar var hins vegar að finna skellótta hvíta og eiturgula úlpu sem minnti eilítið á mína. Jú, jú, fandens vestislufsan litaði Didrikson úlpukvekendið mitt!Devil Mér til mikils léttis dugðu tvær ferðir í þvottavélinni til að losna við litinn, en ég mun ekki bregða yfir mig hinu illa eiturgula efnavopnavesti aftur í bráð!

Þetta var stórskemmtileg saga af Huldu í gula vestinu. Sagan var í boði Hagkaupa....þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að verslaGrin


Kreppukryppa eða kryppukreppa??

Allir talandi um kreppuna þessa dagana, já eða kryppuna eins og Ólöf vinkona kallar þettaWink Þar sem ég hef enga stjórn á neinu sem er að gerast í samfélaginu nema því hvernig ég tek ástandinu hef ég ákveðið að halda áfram að brosa eins lengi og ég getSmile

En yfir í skemmtilegri hluti þá fór ég niður á Ingólfstorg í gær með snillingunum mínum þeim Ólöfu og Birnu. Þar slógum við í takt í klukkutíma, svooo gaman. Væri alveg til í að gera svona einu sinni í viku.

Í morgun fórum við Katan mín svo í vinnustofu í Gliti og við erum svona líka listrænar hahahaLoL Verða ekki amalegar jólagjafirnar frá okkur í ár!

Svo á að skella sér á djammið, já djammið! Ekki oft sem það gerist hjá gömlunni, en ég ætla að skella mér í afmæli til Höllu með Kolbrúnu í kvöld og aldrei að vita nema maður kíki í bæinnWink Næstu helgi er svo partý hjá Björkinni sætu og helgina eftir það Floridahittingur! Haha, nóg að gera í skemmtanalífinu! Ekkert að þvíTounge

Við Eggert minn ætlum svo kannski norður eða í bústað helgina eftir því þá er vetrarfrí og hann ekki að fljúga. Gerum allavega eitthvað kósý samanInLove

Jæja, sturta og shine næst á dagskrá Wizard


Snjókorn falla, á allt og alla

Mein Gott, barasta allt í snjó!!! Við Eggert fórum á Bubba tónleika í Kassagerðinni í gærkveldi og trúðum ekki okkar eigin augum þegar við komum út....allt komið á kaf!!Crying Eins gott að skafan er bara geymd í skottinuJoyful Eggert fannst frekar fyndin tilhugsun að þremur tímum áður var hann á golfvellinum á fullu að spila í sól og kulda, en hvergi snjókorn.

Ég er loksins búin að fá myndir úr brúðkaupinu og setja hérna inn. Veit reyndar ekkert hvernig þetta snýr allt saman, var í því að snúa myndunum en þær duttu jafn harðan á hliðina!FootinMouth Fékk þessar hjá Konna bróður, en hann kom með okkur og Palla ljósmyndara í Grasagarðinn svo mér finnst þær voða fínarInLove Brúðkaupsdagurinn var í alla staði frábær. Ég var náttúrulega búin að hlakka þvílíkt til, en grunaði samt ekki hvað þetta er óheyrilega skemmtilegt. Maður er sannarlega þakklátur fyrir allt dásamlega fólkið sem að manni stendur. Athöfnin var alveg frábær hjá sr. Erni Bárði, Steingrímur spilaði svooo vel og Gulli söng barasta betur en nokkur engill, ótrúleg röddin í drengnumHalo Veislan var alger snilld, mikið hlegið og grátiðHeart Svo stungum við Eggert minn okkur á brúðarsvítuna á hótel Sögu....ekkert að þvíInLove Hittum svo fólkið okkar aftur í hádeginu daginn eftir þegar við opnuðum gjafirnar.

Mín er náttúrulega farin að kenna. Ég og Katan mín erum með sinn hvorn fimmta bekkinn í Vatnsendaskóla og skemmtum okkur bara velSmile Bekkirnir okkar frábærir og snilld að vinna svona saman. Svo er Björkin mín náttúrulega deildarstjóri þarna og Ella Magga vinkona að kenna svo manni leiðist ekki.

Ma og pa eru hjá okkur á Sjávarútvegssýningunni og bara noddó að hafa settið hjá sérHappy Svo eru Svafar og Unnur fyrir sunnan með yngstu snuddurnar og þær ætla að vera hjá frænku og frænda um helgina meðan mamman og pabbinn snúlla sér á hóteli. Hlakka svo til að snúlla með þærInLove Gyðan mín var hjá okkur um síðustu helgi og mikið var notalegt að hafa hana. Við fluttum okkur líka í Háulindina um miðjan mánuðinn og pössuðum börn og buru meðan Rebekka sys var úti hjá Sigga. Þvílík dásemdarbörn þar á bæSmile

Annars gengur uppeldið á Litla Strumpi bara vel. Mér hálf hryllir við að halda á greyinu svo ég bætti henni það upp með því að kaupa handa henni tveggja hæða hús með leikröriLoL Annars mata ég hana í gegnum rimlana og sinni ábyrgðarhlutverkinu rosa vel hahahaLoL

Jæja, það munaði ekkert um það þegar kellan loks bloggaði.

Over and out,

Frú Hulda Signý


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband